UM HÖFUNDINN | ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON

Ágúst Borgþór Sverrisson er fæddur árið 1962 og hefur sinnt margvíslegum ritstörfum í gegnum tíðina. Hann hefur sent frá sér fimm smásagnasöfn og þrjár skáldsögur. Nýjasta bók hans er skáldsagan Inn í myrkrið (2015)sem er í senn raunsæisverk og spennusaga. Smásögur Ágústs Borgþórs hafa birst víða fyrir utan bækurnar, til dæmis í Tímariti Máls og menningar. Nokkrar sögur eftir hann hafa birst í þýskum safnritum með verkum íslenskra höfunda og árið 2012 kom smásagnasafn hans, Tvisvar á ævinni, út á Englandi hjá útgáfunni Comma Press, sem sérhæfir sig í útgáfu smásagnasafna, undir heitinu Twice in a Lifetime.
Ágúst Borgþór starfaði í sex ár sem textasmiður á auglýsingastofu og í fjögur ár sem þýðandi á þýðingastofu. Hann hefur starfað sem blaðamaður síðan haustið 2014 og skrifar aðallega fréttir á vefinn dv.is.

0