Agusta

UM HÖFUNDINN | ÁGÚSTA RÚNARSDÓTTIR

Ágústa Rúnarsdóttir er þýðandi hjá 365 miðlum og enskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún hefur, auk núverandi starfa, reynslu af flugkennslu, deildarstjórn og almennum sveitastörfum. Hún er með B.A.-próf í ensku frá Háskóla Íslands og hefur numið þýðingafræði á meistarastigi við sama skóla. Ágústa fæddist á Pálsmessu árið 1976 og er Selfyssingur í húð og hár. Hún flutti til höfuðborgarsvæðisins upp úr tvítugu og ílengdist þar en færði sig nýlega aftur heim í heiðardalinn. Hún á tvö börn, fjögur stjúpbörn, tvo hunda og nokkra hesta. Hún hefur alltaf haft gaman af ritstörfum í víðu samhengi og býr yfir djúpstæðum áhuga á framgangi og viðhaldi íslenskrar tungu.

0