UM HÖFUNDINN | ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var myndlistarmaður og rithöfundur og er hennar helsta verk smásagnasafnið Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem kom út árið 1961 með myndskreytingum eftir höfundinn. Tíu árum áður hafði titilsagan komið út í tímaritinu Líf og list í aprílmánuði, 1951. Sagan vakti mikið umtal þegar hún kom út enda var Ásta þekkt í listalífi Reykjavíkur á þessum tíma. Sagan er sögð út frá sjónarhorni ungrar konu að nafni Ásta sem er vísað út úr samkvæmi í Reykjavík sökum ölvunar. Meðal annarra þekktra sagna eftir Ástu er Gatan í rigningu og Í hvaða vagni sem einnig komu út í smásagnasafninu frá 1961. Sögurnar eru oftar en ekki sagðar frá sjónarhorni utangarðsfólks, þær hafa yfir sér raunsæislegan blæ en eru jafnan skreyttar með hugmyndaríku myndmáli sem ber myndlistarhæfileikum höfundar glöggt vitni.
Það er Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, söng- og leikkona, sem les söguna Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns hér á smásaga.is.
Upphaflegu útgáfu sögunnar má finna hér á Tímarit.is ásamt myndskreytingum: https://timarit.is/page/5384790#page/n13/mode/2up
Leikverk um ævi Ástu Sigurðardóttur var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2021.