steinar-bragi-smasaga

UM HÖFUNDINN | STEINAR BRAGI

Steinar Bragi hefur á ferli sínum, sem hófst með útgáfu ljóðabókarinnar Svarthol árið 1998, einna helst vakið athygli fyrir ögrandi og hrollvekjandi skáldsögur á borð við Konur (2008), Hálendið (2011) og Kata (2014). Að mati gagnrýnenda er hann óhræddur við að takast á við margræð, vandasöm og viðkvæm viðfangsefni sem snerta samtíma okkar – á óþægilegan hátt. Þá styrkti Steinar Bragi sérstöðu sína meðal íslenskra rithöfunda með smásagnasafninu Allt fer frá árinu 2016 sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Þar eru yrkisefnin giska fjölbreytt og oft tekin svo föstum tökum að lesandinn á erfitt með að losa greipar hins oftar en ekki óvægna sögumanns.

0