UM HÖFUNDINN | ÞÓRARINN ELDJÁRN

Þórarinn Eldjárn er fæddur árið 1949. Í smásögum sínum sýnir Þórarinn vel glöggskyggni sína á spaugilegri hliðar mannlífsins og eru sögur hans oft gamansamar og háðskar. Meðal þekktari smásagnasafa hans eru Ofsögum sagt frá 1981 og Ó fyrir framan frá 1992. Fyrsta skáldsaga hans, Kyrr kjör, út árið 1983 en sú nýjasta, Hér liggur skáld, kom út árið 2012.
Þórarinn nýtur mikillar sérstöðu í sögu íslenskrar nútímaljóðlistar því ljóð hans eru yfirleitt hefðbundin að formi og hefur hann lagt mikla rækt við hefðbundna bragarhætti, rím og ljóðstafi. Þessa skýru stefnu markaði hann strax með fyrstu bók sinni, Kvæði, frá árinu 1979. Alls hefur Þórarinn gefið út 20 ljóðabækur, þar af 12 fyrir börn.

0