UM HÖFUNDINN | ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og rithöfundur, fæddist árið 1967. Hann lagði stund á trompetleik í æsku, gekk í MR og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991. Þorsteinn hefur leikið á sviði, í kvikmyndum, útvarpi og í sjónvarpi og er líkega þekktastur fyrir sjónvarpsþættina Fóstbræður sem hann lék í og skrifaði ásamt öðrum. Hann hefur skrifað pistla og greinar fyrir ýmsa fjölmiðla, fjögur útvarpsleikrit fyrir Útvarpsleikhúsið, kvikmyndina Okkar eigin Osló og ýmsa sjónvarpsþætti, eins og áður segir. Eftir hann hafa komið út fjórar bækur: Klór, Hundabókin, Fífl dagsins og ljóðabókin Barkakýli úr tré. Hann starfar nú aðallega sem uppistandari.

0