Kisurnar | Bragi Páll Sigurðarson
„Hann var á skátamóti að velta sér niður brekku, hlustaði ekki á skátaforingann sinn, og þá fer náttúrulega svona.“ „Kræst,“ svaraði læknirinn, „ég var einmitt með einn krakka hérna í morgun sem var með ferköntuð augu, búinn að horfa svona svakalega mikið á sjónvarp.“ Allir viðstaddir hristu höfuðið í sameiginlegri hneykslan yfir óþekkt barna nútildags. […]