Kisurnar | Bragi Páll Sigurðarson
Með kertið í hönd gekk hann hægum skrefum að gatinu og leit niður. Myrkrið fyrir neðan var gríðarlegt, svo hann sá illa hvað var á næstu hæð, en gatið, að sjálfsögðu umkringt storknuðum mannaskít, var því miður akkúrat nógu stórt fyrir þau bæði. „Prófaðu að setja kertið aðeins nær holunni,“ bað Magdalena. Hann gerði það. […]