Önnur persóna eintölu | Halldór Stefánsson

Þú fékkst aldrei við stjórnmál, en þú borgaðir fyrir þau sannvirði. Stjórnmál eru, að áliti þínu, verslunarvara, en ekki hugsjón. Menntun þín takmarkast við eftirspurn. Nú átt þú allt: Þetta makalausa hús, sem að utan og innan ber af öllu, sem þekkist af því tagi í borginni. Það er gætt öllum nútíma þægindum og skrauti. […]
0