Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns | Ásta Sigurðardóttir

Ég staðnæmdist skjálfandi við bílrúðurnar og horfði inn á bólstruð sætin og ullarteppin hlýju. Þeir voru allir læstir. Ég vissi ekki hvað gera skyldi og fór loks í höm hjá litlum rauðum bíl, og tók af fikti í húninn á afturhurðinni. Hún hrökk upp á gátt. Húrra! Hann var ólæstur. Gleðin seytlaði um mig alla […]
0