Vefnum smasaga.is var ýtt úr vör árið 2016 með styrk frá Þróunarsjóði námsgagna sem er hluti af Rannís. Þá voru á vefnum 11 frumsamdar sögur.
Á vefnum eru nú 22 frumsamdar smásögur, fjórar klassískar sögur auk verkefna og kennsluefnis.
Nýjum sögum er jafnt og þétt bætt inn á vefinn og í klassíska flokkinn eru valdar sögur sem hafa í gegnum árin sannað gildi sitt í skólum og meðal þjóðarinnar. Von okkar er að úr verði gott safn íslenskra smásagna sem hægt verður að lesa, hlusta á og nýta ýmsa möguleika vefútgáfu, eins og gagnvirk krossapróf og leit að sögum eftir efni.
Stofnendur vefjarins eru Gylfi Hafsteinsson og Þröstur Geir Árnason, íslenskukennarar við Verzlunarskóla Íslands. Þeir hafa áður endursagt og gefið út Snorra-Eddu á rafrænu formi, snorraedda.is.
Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir varðandi síðuna endilega sendu okkur línu á gylfihaf@gmail.com.