Handalögmál | Eiríkur Örn Norðdahl
Um morguninn endurtaka heimilismenn leikinn, eru aftur mest undrandi – hlæjandi samt, þetta er líka kjánalegt, að kýla sjálfan sig, söguhetjan er meira að segja með pínulítið glóðarauga – og segja „þetta er mjög skrítið“. „Já, ég veit ekki hvað ég á að halda,“ segir söguhetjan. Og hlær svo með, þótt henni líði hálf illa yfir þessu […]