eirikurorn

UM HÖFUNDINN | EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL

Fyrsta skáldsaga Eiríks, Hugsjónadruslur, kom út árið 2004 en auk skáldsagnaskrifa hafa komið út allnokkrar ljóðabækur eftir hann og þýðingar á erlendum skáldverkum. Eiríkur gefið út fjöldann allan af skáldsögum, ljóðum og þýðingum ásamt því að standa fyrir hinum fjölbreytilegustu bókmenntaviðburðum og útgáfu í tengslum við skáldahópinn Nýhyl sem starfræktur var á Íslandi og í Berlín upp úr aldamótum. Í verkum Eiríks er grín og galsi meðal áberandi einkenna og oft lenda persónur hans í einkennilegum aðstæðum og sagt hefur verið að „þær séu oft í undarlega miklum mæli á valdi líkama sinna og orka á köflum sem paródíur af manneskjum“.
Eiríkur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 fyrir skáldsöguna Illska og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók ári síðar. Skáldsagan Náttúrulögmálin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2025. Hann hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2008 fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem.

 

1