kristin_marja

UM HÖFUNDINN | KRÍSTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR

Kristín Marja Baldursdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. janúar 1949 og er höfundur átta skáldsagna auk þess sem hún hefur sent frá sér leikrit, ævisögu og smásögur. Skáldsögur Kristínar hafa notið fádæma vinsælda en fyrsta verkið, Mávahlátur frá árinu 1995, var kvikmynduð árið 2001. Skáldsaga hennar, Karítas án titils, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006 en leikgerð eftir henni og framhaldssögu hennar, Óreiðu á striga, naut mikillar aðsóknar á fjölum Þjóðleikhússins eftir að hún var frumsýnd árið 2014. Kristín Marja hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf, m.a. fálkaorðuna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

0