UM HÖFUNDINN | HAUKUR INGVARSSON
Haukur Ingvarsson er fæddur 12. febrúar 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Haukur kom fyrst fram sem ljóðskáld og tók m.a. þátt í ýmsum uppákomum á vegum Nýhils áður en fyrsta ljóðabók hans, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, leit dagsins ljós árið 2004. Hann hefur síðan sent frá sér fræðibókina Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsöguna Nóvember 1976 (2011), að auki hefur hann birt ljóð, þýðingar og greinar í bókum og tímaritum. Haukur leggur nú stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.