Ráðþrota | Þorsteinn Guðmundsson
Ungur maður með bleiupakka í hönd og tösku á öxlinni stóð fyrir framan mynd af íslenskum jógakennara, hvítum og sólbrúnum, með há kollvik og tagl í hárinu. Undir myndinni sem var svart/hvít og ljósrituð stóð: Hamingjan er innra með þér, byrjendatímar, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00. Siggi lét töskuna síga af öxlinni niður á gólf […]