UM HÖFUNDINN | ÁRMANN JAKOBSSON

Ármann Jakobsson er fæddur 18. júlí 1970. Hann lauk doktorsprófi árið 2003 og er nú prófessor við Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Vonarstræti (2008) og Glæsi (2011), örsagnasafnið Fréttir frá mínu landi (2008) og barnabókina Síðasti galdrameistarinn (2014). Enn fremur hefur hann birt smásögur og örsögur í ýmsum tímaritum og eftir hann liggja fræðiritin Í leit að konungi (1997), Staður í nýjum heimi (2002), Tolkien og Hringurinn (2003), Illa fenginn mjöður (2009), Íslendingaþættir: saga hugmyndar (2014) auk vísindalegra útgáfna á fornritum og fræðirita á ensku. Þá hefur hann ritstýrt ýmsum greinasöfnum.

0