Audur Jonsdottir

UM HÖFUNDINN | AUÐUR JÓNSDÓTTIR

Auður Jónsdóttir er fædd 30. mars 1973. Hún starfar sem rithöfundur og sjálfstæður blaðamaður.
Skáldsögur Auðar Jónsdóttur hafa vakið athygli hér heima og erlendis fyrir fágæta blöndu af nístandi einlægni og húmor. Fyrir Fólkið í kjallaranum hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin fyrir Ósjálfrátt. Báðar þessar skáldsögur voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nýjasta skáldsaga Auðar kom út í lok árs 2015 og nefnist Stóri skjálfti.

0