
UM HÖFUNDINN | BRAGI PÁLL SIGURÐARSON
Bragi Páll Sigurðarson vakti verðskuldaða athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Austur, sem kom út árið 2019. Þar er á ferðinni ein fyndnasta skáldsaga sem komið hefur út á íslensku í áraraðir. Sagan segir frá ævintýralegri vegferð firrtrar miðbæjarrottu að nafni Eyvindur Guðnýjarson sem eftir að hafa leitað huggunnar í faðmi eldri kvenna er leiddur út úr borginni á vit miskunnarlausrar harðýðgi „hinnar sönnu karlmennsku“; aðeins til að uppgötva á sér nýjar – og sumar kvenlegri – hliðar sem hann hafði aldrei órað fyrir að bærðust innra með honum. Frásögnin er full af húmor, groddaskap og óvæntum snúningum á söguþræði.
Bragi Páll hefur áður gefið út ljóðabækurnar Fullkomin ljóðabók: ljóð, eða eitthvað (til hamingju!) árið 2012 og Hold árið 2013.