UM HÖFUNDINN | GYRÐIR ELÍASSON
Gyrðir Elíasson er fæddur í Reykjavík 4. apríl árið 1961. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Milli trjánna árið 2011 en sagan „Infernó“ er einmitt upphafssagan í þeirri bók. Gyrðir hefur sent frá sér fjölmargar ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsögur og þýðingar á verkum erlendra höfunda. Meðal þekktustu verka Gyrðis eru smásagnasafnið Gula húsið (2000), skáldsagan Sandárbókin (2007) og skáldsagan Sorgarmarsinn sem var tilnefnd til Médicis-verðlaunanna í Frakklandi árið 2022. Í tilnefningunni er bókinni lýst sem „unaðslegum texta þar sem sorg, kímni og fegurð mynda lágstemmda en afar eftirminnilega hljómkviðu“.