UM HÖFUNDINN | RÚNAR HELGI VIGNISSON
Rúnar Helgi Vignisson er fæddur á Ísafirði árið 1959. Að loknu BA-prófi við Háskóla Íslands lauk hann MA-prófi í bókmenntum frá Iowa-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrsta bók hans kom út árið 1984 en síðan hefur hann sent frá sér yfir tuttugu rit af ýmsum toga, skáldsögur, smásögur og þýðingar. Þá er hann mikilvirkur greinahöfundur.
Rúnar Helgi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hann hefur m.a. verður tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Nautnastuld, fengið Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu á bókinni Sólvæng eftir Kenneth Oppel, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir Barndóm eftir Nóbelsverðlaunahafann J.M. Coetzee og hreppt Menningarverðlaun DV fyrir smásagnasafnið Ást í meinum.
Rúnar Helgi hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd rithöfunda og þýðenda, m.a. verið varaformaður Rithöfundasambands Íslands og formaður Bandalags þýðenda og túlka. Frá árinu 2008 hefur hann haft yfirumsjón með námi í ritlist við Háskóla Íslands.