Jaxl | Haukur Ingvarsson
Hann rennir úlpu barnsins upp, hvíslar í öðrum tón: „Jæja, ástin mín, þá erum við bara að verða til,“ og heldur svo áfram að tala við Unni: „Þú hefur ekki velt því fyrir þér að halda neitt áfram í skóla? Það gefur manni svo mikið.“ „Maður sér til.“ „Já, við erum nú ung enn þá,“ […]