Lestarferð | Kristín Marja Baldursdóttir
Það var léttir, ef hún hefði sest niður á móti stráknum hefði hún ekki komist hjá því að horfa á hana, hrukkótta í slitnum fötum sem lyktuðu kannski. Það var hrikalegt að þurfa kannski að verða svona gamall, sjálf mundi hún fara á eyðieyju ef hún yrði svona gömul. Ekki láta nokkurn mann sjá sig. […]