„Selfie“ | Auður Jónsdóttir
Fólkið flykkist eins og feit slanga að strætisvagninum þegar hann stoppar. Gunnar Bjarni og Fríða þröngva sér fimlega í gegnum þvöguna þó að þau burðist með allt stranddótið; vindsæng, handklæði, fötur og skóflur, sólarvörnina, sólhlíf og sundföt. Þau treysta á hana að koma sér og Tomma inn í sardínudósina. Mér er mál að pissa! kveinar […]