Sofðu ást mín | Andri Snær Magnason
Orðið litar út frá sér er eins og rauður sokkur í hvítum þvotti. Einu sinni þegar vinafólk okkar kom í mat fór ég eitthvað að pirrast yfir konudeginum og valentínusardeginum. Þetta samsæri blómaframleiðenda til að selja stemmningsfólkinu blóm, fólkinu sem fór á opnunarhátíð IKEA, fólkinu sem lætur teyma sig í tómum leiðindum niður í Kringlu […]