UM HÖFUNDINN | ANDRI SNÆR MAGNASON
Andri Snær Magnason er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann hefur skrifað skáldsögur, ljóð, barnabækur, leikrit, tekið þátt í almennri hugmyndavinnu og fengist við kvikmyndagerð. Hann hefur tekið virkan þátt í baráttu fyrir verndun hálendis Íslands. Verk Andra Snæs hafa verið gefin út eða sýnd í meira en 35 löndum og þau hafa hlotið margvíslegar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar, meðal annars hin Pólsku Janusz Korczak verðlaun og Phillip K. Dick verðlaunin fyrir vísindaskáldskap. Hann er eini höfundurinn sem hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í öllum flokkum, fyrir Söguna af Bláa hnettinum, Draumalandið og Tímakistuna. Hann býr í Reykjavík og á fjögur börn.