Infernó | Gyrðir Elíasson
Þegar við komum að matsalnum barst ilmur af steiktum sænskum kjötbollum að vitum, og ég fann að ég var að verða svangur. Ég staldraði við í gættinni og leit inn í salinn. Þar var frekar fátt, en þó sátu nokkrir við borðin. Aðrir stóðu við afgreiðsluborðið og biðu þess að kjötbollum og kartöflum með sósu […]