Saga Handa Börnum | Svava Jakobsdóttir
hversu stórt gatið þyrfti að vera. Blóð spýttist framan í hann og honum hrökk blótsyrði af vörum. Hann gerði hnykk á höfuðið og yngri bróðirinn fór strax og sótti gólffötuna; henni stilltu þeir undir gatið og brátt var komið í hana hálfa. Það stóð heima að aðgerðin var á enda þegar faðirinn stóð í dyrunum. […]